12.10.09

Breytingar

Lífið hefur sko aldeilis breyst síðan að október mætti á svæðið. Það snýst allt meira og minna um brjóstagjafir, bleiuskipti og að dáðst að því hvað við séum með góð gen. Brandararnir hjá okkur Einari eru líka búnir að breytast. Í gær var dóttirin að sýna bleiunni sinni hver réði og allt húsið lék meira og minna á reiðiskjálfi. Við notuðum það tækifæri til þess að reyna að dæma hvort hún væri líkari mömmu sinni eða pabba sínum. Kúk-og-piss brandarar eru sem sagt komnir í nýjan galla og eru sérstaklega hressir. Einhvern veginn varð það líka eðlilegt að eyða álíka löngum tíma í að pakka í bleiutösku til þess að fara í labbitúr til mömmu og pabba sem búa í næstu götu, eins og ég hefði áður eytt í að pakka fyrir tveggja vikna ferð til útlanda.

Engin ummæli: