28.10.09

Face!

Um daginn vorum við í labbitúr með vagninn (hmm.. eða öllu heldur dótturina í vagninum. Ekki eins og maður sé að labba sérstaklega með tómann vagninn for good measure) og gengum framhjá leikskóla. Á sama tíma og við fórum framhjá voru þrjú grunnskólabörn, svona á að giska 6 eða 7 ára, að rölta úr hinni áttinni. Ein stelpan horfði á krakkana sem voru úti að leika sér í leikskólanum og sagði hátt og snjallt með mikilli stríðnisröddu: "HÆ LEIKSKÓLABÖÖÖRN. ERUÐ ÞIÐ ENNÞÁ MEÐ BLEIU!?". Svo hlupu þau öll skellihlægjandi í burtu.

Leikskólakrakkarnir kipptu sér ekki mikið upp við þetta. Héldu bara áfram að róla sér, bora í nefið og éta sand. Ég held að svona dissi sé sóað á leikskólakrakka.

Engin ummæli: