23.10.09

28 ára

Ég átti afmæli í gær. Hin átta afmælin sem ég hef átt á meðan ég hef haldið úti þessu póski hef ég alltaf tilkynnt á réttum degi, enda finnst mér fátt eins skemmtilegt og að eiga afmæli. 28 ára afmælistilkynningin kemur degi of seint þar sem að ég eyddi stórum hluta af gærdeginum í að sofa (dótturinni fannst þetta svo spennandi að hún ákvað að fagna afmælinu með því að vaka stóran hluta af nóttunni í hörkustuði).

Einar og litlamon gáfu mér síma. Ég setti simkortið mitt í hann þegar við tókum okkur mjólkurpásu frá kúrinu rétt fyrir hádegið og þegar ég vaknaði rúmlega fjögur, var ég með fullt af missed calles og smsum. Greinilega miklu betri sími en þessi gamli!

Í gær fékk ég sem sagt pakka, flottan morgunmat, blóm, sms og missed calles, súkkulaðiköku og blóðuga nautasteik, en slíka hef ég látið mér dreyma um í næstum því 10 mánuði. Ég sakna þess ekki neitt að drekka ekki áfengi, ég er byrjuð að fara aftur í sjóðandiheit böð (og böð þar sem að bumban stendur ekki upp úr vatninu), svo nú á ég held ég bara eftir að fá mér sushi og allir draumar mínir síðustu mánuði hafa ræst!

P.s. Kona veit að hún er mamma þegar hún kemst svona ___ nálægt því að setja bossakrem á tannburstan sinn í staðinn fyrir tannkrem.

Engin ummæli: