3.9.09

Ætti ég ekki að vera sofandi eða eitthvað?

Þetta er algjörlega ný lífsreynsla. Ég skutlaði Einari í vinnuna áðan og fór svo heim og borðaði morgunmat og fletti í gegnum Fréttablaðið án þess að finna neitt til þess að lesa, eins og ég geri almennt á morgnana. Núna er ég að bíða eftir því að klukkan nálgist níu aðeins meira til þess að ég geti sjálf farið að bruna í vinnuna.

Það er ferlega spes að vera vakandi klukkan sjö eitthvað og átta eitthvað og vera bara að heimapúkast. Það er eitthvað rangt við þetta! Það liggur við að ég taki 20 mínútna power-nap bara til þess að losa mig við þessa tilfinningu.

Engin ummæli: