17.9.09

Óvinnufær að öllu leyti vegna sjúkdóms

Ég er hætt að vinna núna. Ish. Verð með tærnar svona aðeins í vinnunni. Á vottorðinu mínu stóð að ég sé óvinnufær að öllu leyti vegna sjúkdóms. Mér finnst frekar fyndið að þetta sé kallað sjúkdómur. Hinn valmöguleikinn var "slys". Það fer kannski eftir því hvernig verðandi erfingi kom undir í hvorn kassann er hakað.

Engin ummæli: