22.9.09

I has the dumbz

Ég er komin aftast í skápinn. Þegar kona er komin tæpar 39 vikur á leið, þá öðlast þetta "aftast í skápinn" nýja merkingu, þar sem að það er töluvert vesen að finna eitthvað sem nær yfir bumbuna. Ég held ég hafi grafið svo djúpt áðan að ég hafi séð glitta í Geirfinn og Jimmy Hoffa þarna aftast í einni hillunni.

Til þess að koma í veg fyrir álíka leit á morgun, skellti ég stórri hrúgu af fötum í þvottavélina, sem malar nú undurfallega. Það var ekki fyrr en rétt í þessu, þegar kvikyndið er búið að vera að kjammsa á þvottinum í næstum því klukkutíma að ég fatta að ég gleymdi að setja þvottaefni í vélina.

Ég er líka eiginlega alveg hætt að gera tvo hluti í einu. Ég hef aldrei verið sérstaklega góð í því, en núna á ég erfitt með að tala í símann og anda liggur við.

Síðustu helgi var ég að reikna base-attack bónusa og árásir fyrir D&D characterinn minn sem er með two weapon fighting, improved two weapon fighting, fjórar hendur og haste (æi.. mér fannst langt síðan að ég hefði nördað það almennilega upp hérna, svo ég ákvað að koma aftan að ykkur!) og ég átti for reals bara erfitt með að draga 5 frá tölum.

Kemur ekki bara í ljós að þessi "meðgönguþoka" sem er búið að vera að hóta mér með á sér einhverja stoð í raunveruleikanum!

Engin ummæli: