14.8.09

Criminal mastermind?

Ég fór á brjóstagjafanámskeið hjá Miðstöð Mæðraverndar í gær. Einar kom ekki með, þar sem að hann er hálf lasinn og kunni ekki við að vera hóstandi og snýtandi sér yfir hafsjó af óléttum konum. Mér finnst það hálf súrt samt, þar sem að hann kann þá ekkert að gefa á brjóst og getur ekki leyst mig af ef svo ber undir.

Aaaallavegana. Í síðustu viku fórum við á fæðingafræðslunámskeið sem var haldið á sama stað, svo ég vissi við hverju ég mátti búast stóla-vise. Aðilinn sem sá um innkaup þarna hefur nefnilega tekið sig til og keypt stóla sem líta alls ekkert svo illa út, en eru í rauninni keyptir úr þrotabúi pyntingatæknis (heitir ekki allt eitthvað tæknir eða fræðingur núna?). Það er ekki nokkur séns í helvíti að sitja þægilega á þessum skrömbum og eftir að hafa verið gróðursett á stólóbermið í tvo tíma þá var mjóbakið á mér bara alveg ónýtt.

Ég er eiginlega viss um að innkaupasérfræðingurinn sé vondikall eins og í teiknimyndunum. Svona týpa sem vill bara gera handahófskennda vonda hluti því að samfélagið á það skilið. Ég held að fátt skapi meiri glundroða en stór hópur af óléttum konum á 30+ viku sem er illt í bakinu og grindinni og hefur ekki farið á klósettið í lengri tíma!

(P.s. Þetta voru samt fín námskeið og ég mæli alveg með þeim, svona til að draga aðeins úr biturleikanum :o)

Engin ummæli: