2.8.09

Bullandi stússerí og leitin að hinni fullkomnu bollaköku

Það er alveg ferlega yndælt að eiga þrjá laugardaga í röð, sérstaklega þegar kona tekur sér ekki sumarfrí til margra vikna eins og annað vinnandi fólk. Eða.. að minnsta kosti ekki alveg strax. Við Einar tökum okkur hins vegar frí á þriðjudaginn (sem verður í þessari viku heitir sunnudagur) til þess að fara að stússast eitt og annað. Stússerídagur. Fara á bullandi stússerí. Ræræræræ.

Fram að þessu höfum við verið alveg semi dugleg þessa helgi. Barnaherbergið er tilbúið og ég er alveg sérstaklega montin af því. Ég lét líka verða að því að gera eitthvað sem ég hef hugsað um ansi lengi. Ég bakaði cupcakes. Bara sex stykki, því ég hafði ekki prufað áður. Tvær voru bláberja, ein jarðaberja, ein jarðaberja og súkkulaði, ein súkkulaði og ein var með afgangur úr deiginu úr öllum hinum bragði. Ég skellti líka allskonar lituðu frosting á þetta, sumar fengu jarðaber, sumar sprinkles, sumar súkkulaði spæni og sumar color-coordinated smartís. Ég held að cupcake gerð sé listform og ég er alveg til í að leggja þetta fyrir mig. Eftir nokkur ár verð ég valsandi (eða jafnvel ströttandi) um með alpahúfu og í hörsvuntu, horfandi gagnrýnum augum á annara manna og kvenna bakstur og vorkennandi liðinu fyrir að hafa ekki komið eins nálægt hinni fullkomnu cupcake og ég. Setjum timerinn í gang... núna!

Engin ummæli: