27.8.09

Alveg magnað

...að fyrirtækið sem kom með þessa auglýsingu sem er einhver sú hroðalegasta í sögunni...Hafi líka komið með þessa!

14.8.09

Criminal mastermind?

Ég fór á brjóstagjafanámskeið hjá Miðstöð Mæðraverndar í gær. Einar kom ekki með, þar sem að hann er hálf lasinn og kunni ekki við að vera hóstandi og snýtandi sér yfir hafsjó af óléttum konum. Mér finnst það hálf súrt samt, þar sem að hann kann þá ekkert að gefa á brjóst og getur ekki leyst mig af ef svo ber undir.

Aaaallavegana. Í síðustu viku fórum við á fæðingafræðslunámskeið sem var haldið á sama stað, svo ég vissi við hverju ég mátti búast stóla-vise. Aðilinn sem sá um innkaup þarna hefur nefnilega tekið sig til og keypt stóla sem líta alls ekkert svo illa út, en eru í rauninni keyptir úr þrotabúi pyntingatæknis (heitir ekki allt eitthvað tæknir eða fræðingur núna?). Það er ekki nokkur séns í helvíti að sitja þægilega á þessum skrömbum og eftir að hafa verið gróðursett á stólóbermið í tvo tíma þá var mjóbakið á mér bara alveg ónýtt.

Ég er eiginlega viss um að innkaupasérfræðingurinn sé vondikall eins og í teiknimyndunum. Svona týpa sem vill bara gera handahófskennda vonda hluti því að samfélagið á það skilið. Ég held að fátt skapi meiri glundroða en stór hópur af óléttum konum á 30+ viku sem er illt í bakinu og grindinni og hefur ekki farið á klósettið í lengri tíma!

(P.s. Þetta voru samt fín námskeið og ég mæli alveg með þeim, svona til að draga aðeins úr biturleikanum :o)

8.8.09

Ég á jellyfish stól

Svona er hann. Ég keypti hann undir því yfirskini að hann eigi eftir að vera inni í barnaherbergi. Þó svo ég sitji á honum núna við tölvuna inni á skrifstofu þýðir það ekkert að hann eigi ekki eftir að vera inni á barnaherbergi einhverntímann. Öðru hvoru. Kannski.

Pönnsís

Ég vaknaði á undan eiginmanninum eins og reyndar oftast um helgar og ákvað að skella í pönnsur. Það hefur aldrei verið til pönnukökupanna á þessu heimili, svo ég veðjaði á litla Martha Stewart pönnu. Einhvern veginn sá ég það fyrir mér að Martha hefði geta bakað pönnsur með kveikjara og klósettsetu í fangelsinu ef hún vildi, svo hún væri líklegri til árangurs en hefðbundin stálpanna og það reyndist rétt. Ég á reyndar heldur ekki pönnukökuspaða, en spaðinn sem ég nota þegar ég er að wok-a virkaði fínt. Ég upplifði mig svolítið eins og skáta, sérstaklega þar sem að pönnsuuppskriftin var eitthvað skrítin og ég var að bæta hana á milli þess að pönnukökufjallið hækkaði. Þessar efstu, sem voru þær einu sem við borðuðum í þessum umgangi voru með fleirri hráefnum og fullkomnar í áferð og þykkt. Þessar neðstu... tja. Við skulum bara segja að þær hafi haldið uppi staflanum ágætlega. Þær gengdu svolítið sama hlutverki og básúnuleikarar í sinfoníuhljómsveit, en einhverra hluta vegna eru þeir alltaf hafðir aftast þar sem að sést sem minnst í þá.

Annars fórum við á námskeið tvo daga í síðustu viku um allskonar barnseignategndahluti. Allt frá því við hverju kona ætti að búast, hvaða lausnir eru í boði og yfir í að rölta um hreiðrið og skoða aðstöðuna. Ljósan sem hélt námskeiðið var rosalega yndæl. Fyrri daginn var hún að tala um hversu miklu gott mataræði skipti máli og skaut því að okkur að við ættum að halda neyslu á hveiti og sykri í lágmarki. Þann daginn hafði ég borðað skyr, ávexti og grænmeti og drukkið vatn með. Þegar við komum heim fékk ég mér köku til þess að mótmæla. Ha-HA! Hafðu þetta ljósa.

2.8.09

Bullandi stússerí og leitin að hinni fullkomnu bollaköku

Það er alveg ferlega yndælt að eiga þrjá laugardaga í röð, sérstaklega þegar kona tekur sér ekki sumarfrí til margra vikna eins og annað vinnandi fólk. Eða.. að minnsta kosti ekki alveg strax. Við Einar tökum okkur hins vegar frí á þriðjudaginn (sem verður í þessari viku heitir sunnudagur) til þess að fara að stússast eitt og annað. Stússerídagur. Fara á bullandi stússerí. Ræræræræ.

Fram að þessu höfum við verið alveg semi dugleg þessa helgi. Barnaherbergið er tilbúið og ég er alveg sérstaklega montin af því. Ég lét líka verða að því að gera eitthvað sem ég hef hugsað um ansi lengi. Ég bakaði cupcakes. Bara sex stykki, því ég hafði ekki prufað áður. Tvær voru bláberja, ein jarðaberja, ein jarðaberja og súkkulaði, ein súkkulaði og ein var með afgangur úr deiginu úr öllum hinum bragði. Ég skellti líka allskonar lituðu frosting á þetta, sumar fengu jarðaber, sumar sprinkles, sumar súkkulaði spæni og sumar color-coordinated smartís. Ég held að cupcake gerð sé listform og ég er alveg til í að leggja þetta fyrir mig. Eftir nokkur ár verð ég valsandi (eða jafnvel ströttandi) um með alpahúfu og í hörsvuntu, horfandi gagnrýnum augum á annara manna og kvenna bakstur og vorkennandi liðinu fyrir að hafa ekki komið eins nálægt hinni fullkomnu cupcake og ég. Setjum timerinn í gang... núna!