4.7.09

Out-ie

Jakvörskrambinn. Áðan, eftir að hafa verið að kjánast eitthvað, stakk ég upp á því við Einar að hann myndi prufa að segja "HÆ!" hátt og snjallt alveg upp við bumbuna og svo myndum við sjá hvað gerðist. Ég fékk spark rétt fyrir neðan naflann og hann poppaði út. Mér fannst þetta svo krípí og fyndið að ég hló mig næstum því til dauða. Í smá stund, þá var ég með útstæðan nafla alltaf þegar ég spennti magann. Össs, þetta er örugglega karma. Ég veit þetta gerist stundum, en ég hafði svona verið að vonast til þess að ég myndi sleppa við að fá outie!

Engin ummæli: