3.7.09

Það er komið sumar!

Sumar með gulum og fjólubláum blómum og litlum flugum sem hanga í götugengjum í Elliðarárdalnum og ráðast á vegfarendur. Þær eru svo litlar að ég get ekki séð klíkumerkin þeirra almennilega. Örsmá blá eða rauð ennisbönd eru næstum því ósýnileg, svo ég veit ekki hvenær ég fer frá einu yfirráðasvæði yfir í það næsta. Flugugengjapólitík er sóað á mannfólk svo þær ættu bara að hætta þessu.

Engin ummæli: