15.7.09

Brüno

Fórum á hana í gær. Mér fannst hún eiginlega meira óþægileg en fyndin. Hún var alveg fyndin á köflum, en ég var meira bara að halda fyrir andlitið.

4.7.09

Out-ie

Jakvörskrambinn. Áðan, eftir að hafa verið að kjánast eitthvað, stakk ég upp á því við Einar að hann myndi prufa að segja "HÆ!" hátt og snjallt alveg upp við bumbuna og svo myndum við sjá hvað gerðist. Ég fékk spark rétt fyrir neðan naflann og hann poppaði út. Mér fannst þetta svo krípí og fyndið að ég hló mig næstum því til dauða. Í smá stund, þá var ég með útstæðan nafla alltaf þegar ég spennti magann. Össs, þetta er örugglega karma. Ég veit þetta gerist stundum, en ég hafði svona verið að vonast til þess að ég myndi sleppa við að fá outie!

3.7.09

Það er komið sumar!

Sumar með gulum og fjólubláum blómum og litlum flugum sem hanga í götugengjum í Elliðarárdalnum og ráðast á vegfarendur. Þær eru svo litlar að ég get ekki séð klíkumerkin þeirra almennilega. Örsmá blá eða rauð ennisbönd eru næstum því ósýnileg, svo ég veit ekki hvenær ég fer frá einu yfirráðasvæði yfir í það næsta. Flugugengjapólitík er sóað á mannfólk svo þær ættu bara að hætta þessu.