16.6.09

Underground prjón

Ég skrapp á ættarmót með mömmu og pabba á laugardaginn. Við lögðum af stað fyrir hádegi og vorum komin aftur í bæinn í kringum kvöldmat. Á leiðinni heim var einhver prjónaþáttur í útvarpinu, þar sem að spjallað var við allskonar prjónafólk. Þetta kætti mig ó svo mjög. Í fyrsta lagi fannst mér fáránlega fyndið að sjá fyrir mér sænska prjónatöffarann sem var í prjónahettupeysu og prjónagrifflum sem hann hafði sjálfur prjónað. Mér fannst eins og það hafi bara gleymst að segja frá prjónapokabuxunum hans og prjónahlífinni utan um hjólabrettið. Þetta var eitthvað svo... Fóstbræðra.

Annað sem fékk mig til að brosa var stelpa sem talaði um "prjóna-tagging". Þá er fólk að prjóna hlífar í kringum ljósastaura og annað í skjóli nætur. Nú sé ég alltaf fyrir mér reiða unglinga með spreybrúsa í hönd þegar ég hugsa um svona lagað, þannig að ógeðslega reið manneskja með prjóna að prjóna ljósastaurahlíf er eitthvað svo rangt að það verður næstum því rétt. Úff.. ég þarf að hitta þetta fólk bara til þess að sjá að það sé til í alvörunni!

Engin ummæli: