9.6.09

Örfréttir

Petra, lappinn minn, dó á föstudaginn og það hefur ekki verið hægt að sannfæra hana um að skella sér í gagn síðan. Ég hef svo sem ekki mikið dregið fram Frankenstein græjurnar mínar ennþá, þar sem ég hef verið í sjálfskipaðri útlegð heima hjá mömmu og pabba síðan á þennan sama föstudag, en þá hófust stigaframkvæmdir á Sílinu. Fyrst var mér úthýst vegna þess að verið var að mála með einhverju bölvuðu eitri sem þótti ekki við hæfi litlumon og svo vegna þess að það var ekkert handrið á stiganum. Það þótti heldur glæfralegt þar sem að ég rölti hálf sofandi framhjá gapandi opi eins og fjórum sinnum á nóttu á leið minni á klósettið.

Í dag mun þetta handriðaleysi lagast, en þá verða settar spónarplötur fyrir öll op. Við ákváðum að skella okkur bara á low-budget kreppuhandrið nefnilega... Nei okay. Þetta er tímabundin lausn á meðan það er verið að sníða glerið fyrir okkur :oP

Engin ummæli: