26.6.09

Bæbæ klippó. Klippó bæbæ

Ég fór í klippingu og strípur í gær. Klippingu í fyrsta sinn síðan í janúar og strípur í fyrsta skipti síðan fyrir jól. Það er ekkert sem segir að svona lagað sé slæmt fyrir bumbur, en það er hins vegar ráðlagt að sleppa þessu fyrstu þrjá mánuðina ef kona er eitthvað stressuð með þetta. Common senseið mitt, hún common sense sagði mér hins vegar að þetta gæti nú ekki verið mikið gott heldur, svo ég ákvað að takmarka þetta við einu sinni á meðgöngunni. Núna er ég komin rétt tæpa 6 mánuði á leið og rótin á mér var orðin svo rosaleg að ég bjóst við því að það myndi líða yfir allt liðið á hárgreiðslustofunni þegar ég tók teygjuna úr hárinu. Klippikvendið leiddi mig hins vegar í stól og klappaði mér og fór strax að sinna aumingja hárinu. Þegar draslið var komið í, yfirgaf hún mig til þess að fara að klippa einhvern annan. Sem betur fer var ég með Ibbann minn og hlustaði á síðustu Dark Tower bókina á meðan að ég beið. Og beið. Shit hvað ég beið lengi.

Þegar ég hélt að ég væri algjörlega gleymd og yrði með tímanum grafin undir gömlum Séð og Heyrt og afklipptu hári var mér loksins skutlað í hárþvott. Eftir hárþvottinn fór klippikvendið að klippa annan viðskiptavin og aðstoðarminionið þeirra fékk það hlutverk að blása á mér hárið og greiða mér. Ekki einu sinni mamma í vondu skapi þegar ég var búin að vera að frekjast sem krakki greiddi mér svona harkalega. Á einum tímapunkti var ég lamin með bakinu burstanum í ennið. Hún hló og baðst afsökunar og brenndi mig aðeins á öðru eyranu með hárblásaranum. Svo fór hún og mér var létt. Svo beið ég aftur. Og beið. Klukkan var orðin "ég hélt að ég væri búin í klippó á þessum tíma" og ég var orðin svo svöng að ég var við það að fara að kjökra, en mér hafði tekist að færa ofurhungrið sem ég finn venjulega fyrir í kringum kl. 15-16 til með því að borða hádegismatinn minn klukkan 14.

Þegar hingað er komið í sögunni kemur sem sagt í ljós að ég laug að ykkur áðan! Ég fór ekkert í klippingu. Þegar klippikvendið kom loksins aftur og gerði sig líklega til þess að klippa mig þurfti ég að halda svo mikið aftur af mér að bíta hana ekki að ég ákvað að það væri best að fresta þessu bara. Hún baðst innilegrar afsökunar greyjið, en ég heyrði það ekki alveg fyrir reiðiöskrunum í maganum. Svo borgaði ég 11þúsund og eitthvað. Spurning hvenær kona má fara að útskulda tíma á móti.

Nú er ég sem sagt ljóshærðari en ég hef verið í marga mánuði og með geðveikt sítt hár, þar sem að það var ekkert klippt af því. Ef ég væri ekki með óléttubumbu væri ég eins og versta bimbó, þar sem að brjóstin eru líka orðin heldur stór og eiginlega hætt að passa í brjóstahaldarana mína, þrátt fyrir allskonar tilfæringar.

Það er alveg spurning um að láta líða tæplega 7 mánuði í næstu hárgreiðslustofuferð aftur.

Engin ummæli: