24.5.09

Prjón

Ég prjóna og prjóna. Eftir að hafa rekið allt upp fjórum sinnum og byrjað upp á nýtt, er ég loksins komin með 14 cm af prjóni skal ég segja ykkur og það er munstur og allt! Nú vantar ekki nema 9 cm upp á til þess að ég sé komin með 1/2 pilsahlutann á kjól fyrir 0-6 mánaða. Eh. Ókay, þetta gengur ekki hratt, en þessu miðar þó áfram.

Ég er mikið búin að prjóna og hlusta á ipodinn minn og svo í dag prjónaði ég í félagsskap tveggja prjónara, þar af annars sótbölvandi yfir prjónaleiðbeiningum upp úr bókum og blöðum, eða skorti þar á

Engin ummæli: