10.5.09

Nudd

Einar sinn gaf mér nudd og heimsókn í baðstofuna á Laugum í sumargjöf. Ég ákvað að taka hann bara með mér líka og við skelltum okkur í gær. Ég fékk nuddbekk með gati fyrir bumbuna og það var alveg þvílíkt fínt. Þetta var fyrsta skiptið í nokkra mánuði sem ég ligg á mallanum. Ég bað nuddkvendið um að taka bara almennilega á því, svo ég gekk í gegnum sárar kvalir meira og minna í 60 mínútur. Núna er ég með nuddharðsperrur allstaðar, en ég veit að bráðum á mér eftir að líða þvílíkt vel í líkamanum.

Engin ummæli: