19.5.09

Móðureðlið

Skyndilega er ég gripin einhverri gríðarlegri löngun til þess að prjóna. Ég er ekki góð í því að prjóna. Í grunnskóla skvetti handavinnukennarinn vígðu vatni á verkefnin mín og lokaði sig svo inni og grét yfir garninu sem þurfti að deyja fyrir óskapnaðinn.

Núna finn ég hjá mér einhverja brjálæðislega þörf til þess að prjóna lítinn kjól eða eitthvað fyrir Litlumon Bænarí sem býr í bumbunni. Ég veit ekki hvort ég ætti að láta reyna á þetta, eða hvort að barnavernd myndi banka upp á hjá mér súr á svipinn yfir því að ætla mér að þræla saklausu barninu í garnaflækjuna.

Ég gef þessu kannski viku til þess að gerjast og sé svo til.

Engin ummæli: