13.5.09

Bumbó

Bumbuleikfiminámskeiðið mitt var búið, svo ég ákvað að prufa bumbusund. Ég fór í fyrsta bumbusundtímann áðan. Talsvert minni átök en í leikfiminni, en mér lýst bara vel á þetta. Þetta var svolítið eins og saumaklúbbur og það var hægt að blaðra meira og minna allan tímann, sem kona kemst ekki upp með í hinu dótinu. Það er heldur bara ekkert um sund í bumbusundi. Þetta er meira bara vatnsleikfimi. Allavega er óléttum konum ekki vísað út í yfirborðsfrosna laug, haglél og 30 metra á sekúntu á meðan að bumbusundkennarinn situr inni í húsi í kraftgalla og drekkur kaffi og horfir þungbrýndur á út um gluggann. Þannig var alltaf skólasundið í minningunni.

Engin ummæli: