19.4.09

Ógeðslegt skrímsli

Ég var að búa til hummus. Á miðvikudaginn fórum við í Bónus og ég sleppti mér algjörlega, enda loksins farin að geta borðað venjulegan mat aftur. Eitt af því sem ég beit í mig að ég vildi endilega borða var hummus, svo ég keypti kjúklingabaunir. Ég átti alltaf eftir að kaupa tahini, þar sem að það var ekki til í Bónus, en ég var búin að tilkynna eiginmanninum það formlega að hummusgerð myndi hefjast fljótlega.

Þetta sló eitthvað saman í hausnum á honum og nú heldur samstarfsfólkið hans að ég sé ógeðslegt skrímsli sem býr til haggis. Það er reyndar alveg spurning að spila inn á þetta. Mæta í skotapilsi á árshátíðir og tala um góða sekkjapípuleikara í svona handahófskenndu spjalli. Ég held að það gæti verið skemmtilegt...

Engin ummæli: