27.4.09

Nýr bíll? Sama Óskin!

Veii nýji fíni bíllinn okkar. Hann heitir Baldur og er jeppi (gáfað fólk hefur sagt mér að ef hann hafi sér hátt og lágt drif sé hann jeppi en ekki jepplingur. Mér finnst jepplingur vera sætt orð eins og kettlingur). Hann hefur fullt af plássi fyrir barnavagn og allskonar í skottinu, sem var ástæðan fyrir því að við fórum út í þessa fjárfestingu, en Blávi hafði pláss af skornum skammti.

Þetta er lang fínasti bíll sem ég hef nokkurn tímann átt. Hann er líka lúxusútgáfa er mér sagt og hefur dráttakúlu sem er "destroyer of cars" ef aðrir bílar klessa aftan á hann. Svo er hann svartur eins og Svarthöfði og svo er hann töffari. Eins og Fonzie.

Engin ummæli: