15.4.09

Já. Ég er það!

Einar er að horfa á fóbjóð. Ég hristi púðann undir hausnum hans og sagði: "JARÐSKJÁLFTIIIII!!" og hló eins og skepna. "Ertu svolítið fyndin?" spurði hann mig og brosti. Heheh. "Já. Ég er það!" sagði Óskin. Þetta fékk mig til þess að hugsa að það væri bara alveg satt og ég hló ennþá meira.

Ekkert smá heppið barn sem kemur til okkar í haust. Ekki bara er ég með allar mælingar á blóðinu mínu rosa fínar (og miðað við að það voru tekin SJÖ friggin' glös úr mér til þess að prófa allan skrambann, þá meina ég ALLAR mælingar. Í heiminum. Verst að þegar ég segi "í blóðinu mínu", að það hafi allt verið tekið og það sé örugglega ekki einn dropi eftir og það er einhver vampíra sem vinnur sem meinatæknir sem liggur ennþá afvelta) blóðþrýstingurinn í góðum málum og bara allt sem hægt er að mæla, hlusta eða skoða virki eins og best verði á kosið... heldur er ég líka alveg rosalega fyndin.

Engin ummæli: