23.4.09

Appelsínuopnunartæki/skrælarar - Rauði steinninn?

Síðasta laugardag hætti ég mér í Smáralindina. Mér finnst ekki gaman að fara í verslunarmiðstöðvar, en ég hef sérstaklega gaman að cheapo draslbúðum sem selja hluti sem kosta 200 kall og eru eins svalir og Fonzie í allavega einn klukkutíma áður en þeir eyðileggjast eða kona fær leið á þeim.

Ég rölti inn í Megastore (sem er by the way talsvert meiri verslun en aðrar cheapo draslbúðir. Allskonar fínerí þar) og sá þar appelsínuskælara. Ég var svo glöð að ég skríkti og greip strax einn pakka úr hillunni. Það var þá sem ég tók eftir því að það voru fjórir appelsínuopnarar í pakkanum. Hvernig meikar það sense? Það þarf bara einn. Til hvers eru hinir? Ég var helltekin af vantrausti og skilaði græjunum aftur í hilluna. Síðan þá, hef ég látið mér dreyma um appelsínuskrælarana. Þegar ég hef opnað appelsínu með höndunum og orðið öll appelsínufíluð eftir hýðið hef ég látið hugann reika aftur í Megastore til skrælarans. Ég hef í huganum úthlutað hverju og einu af þessum fjórum eintökum sínum eiginn stað. Ég get farið með einn í vinnuna, geymt einn heima, haft einn í uppþvottavélinni á meðan hinn er í notkun og ... einn í bankahólfi? Eða sent Einar með hann í vinnunna. Okay, ég er ekki með smáatriðin á hreinu. Eitt er víst og það er að ég ætla að kaupa slíka græju við fyrsta tækifæri. Ég vona bara að þetta verði ekki eins og rauði steinninn....

Minn glitrandi skrælari, hví greip ég þig ei
úr hillunni höndum tveimur?

Engin ummæli: