16.3.09

Who watches the Watchmen?

Við Einar og Vala og Natti. Allavega skelltum við okkur á The Watchmen á laugardaginn. Hún var rosalega fín. Ég held að þetta sé dýpsta ofurhetjumynd í heimi. Hún er líka svo brútal að Steven Segal, sem brýtur hendur með þeim bestu, hefði örugglega kjökrað eins og smástelpa yfir handabrotsatriðunum í henni þessari.

Ég dauðvorkenndi fólkinu sem ákvað að það væri góð hugmynd að fara með krakkana sína að sjá þetta. Þau sátu örugglega skjálfandi á rauðu bíósessunum sínum yfir þessu öllu saman.

Engin ummæli: