8.3.09

Eitthvað

Mig langar í eitthvað dótarí. Sem er með gorma og tannhjól inni í sér og segir eitthvað eins og svríííínghh þegar það er notað í þann tilgang sem það var hannað í. Ég veit ekki hvaða eitthvað þetta er. Kannski svona bíla og bílabraut. Eða tæknilegó sem er hægt að byggja flotta hluti úr. Legó fyrir fólk sem er orðið fullorðið og getur beislað kraft þessa rosalega tannhjóla og gorma legós sem segir eitthvað eins og svríííínghh þegar það hefur verið sett saman á viðeigandi hátt.

Engin ummæli: