25.3.09

Eins og naggrís í fötum!

Áðan sáum við raðgreiðslurottu í íslenskri lopapeysu. Mér fannst það svo fyndið að ég hló eins og Gilitrutt. Ég skil ekki alveg af hverju fólk fær sér hunda sem eru ekki hundar, heldur meira geltandi naggrísir. Þeir þora ekki að hoppa niður af pínulitlum stólum eða neitt og eru stressaðari en flugumferðastjóri eftir 24 tíma vakt og tvo lítra af espresso. Ekki nóg með það, heldur eru þessir hundar ekki gallaðir upp í íslenskt veðurfar fyrst það þarf að peysa greyjin fyrir labbitúra.

Híhíhíh

Engin ummæli: