10.3.09

Ég var gerð af Leeds-ara gegn vilja mínum!

Fyrir tveimur vikum síðan var mér tilkynnt af tveimur samstarfsmönnum mínum að ég væri orðin Leedsari. Sama hvað ég maldaði í móinn, kom allt fyrir ekki. Þegar ég sagði að mér þætti fótbolti leiðinlegur og ég vildi ekki horfa á hann var mér sagt að þetta væri alveg tilvalið, þar sem að Leeds væri í svo lélegri deild að þeir væru eiginlega aldrei í sjónvarpinu.

Þegar ég sagði Einari frá þessu, þá íhugaði hann að vísa þessu fyrir mannréttindadómstól Sameinuðuþjóðanna.

Ég virðist meira að segja vera lent á einhverjum Leeds póstlista í vinnunni, þar sem aðrir sem hafa líklega verið gerðir af Leedsörum eins og ég spá í leiki.

Hvað get ég eiginlega gert til þess að af Leedsa mig? Er ekki til einhver athöfn með úðabrúsa fullum af vígðu vatni og geitablóði eða eitthvað?

Engin ummæli: