31.3.09

Bumbuleikfimi

Ég fór í kynningatíma fyrir bumbuleikfimi í gær. Mér lýst voðalega vel á þetta. Það var tekinn blóðþrýstingurinn hjá mér, en það verður fylgst með honum í gegnum þetta allt saman. Svo fengum við allskonar ráðleggingar um allan skrambann og það mátti spyrja bara allra þeirra spurninga um mataræði, líkamsrækt, cravings, líkamsstöðu og annað óléttutengt sem hægt var að láta sér detta í hug. Þær taka meira að segja við matardagbókum ef einhver hefur áhyggjur á því að vera ekki að fá næg vítamín eða að vera ekki að borða rétt. Mér finnst það alveg ferlega sniðugt að hafa hjúkrunarfræðinga, einkaþjálfara og aerobic kennara í sömu manneskjunum. Núna get ég bara ekki beðið eftir því að fara að hreyfa á mér rassgatið, enda alveg að mygla á því að liggja uppi í sófa og eiga bágt.

Engin ummæli: