31.3.09

Asnalegt pommelopartý

Í gær rákumst við Einar á ávöxt úti í búð sem heitir pommelo. Hann var með gulu hýði og var um það bil á stærð við melónu. Pommeloið var plastað og í neti, svo það leit út eins og þarna fyrir innan væri brjálað óargadýr sem væri verið að reyna að halda í skefjum. Okkur fannst þetta svo fyndið að við ákváðum að skella okkur á eitt stykki pommelo og halda pommelopartý.

Í kvöld ákváðum við að vinda okkur í partýið. Eftir að hafa spáð í það hvernig það væri á litinn eftir að það væri búið að skera það, sótti ég voldugan hníf og skar kvikyndið í tvennt. Við urðum fyrir talsverðum vonbrigðum þegar við sáum að þetta var bara eins og stórt, gult grape. Eftir að hafa skorið annan helminginn aftur í tvennt afhýddi ég og skar pommelohlutann niður í pommelobita.

Við skulum bara orða það þannig að það besta við þennan ávöxt er nafnið á honum. Hann endaði allur, fyrir utan þessa tvo bita, í pommelohrúgu í ruslinu. Urrrrrr.

Engin ummæli: