10.2.09

Kanínan var í hattinum allan tímann!

Ég er búin að vera að horfa á aukaefnið fyrir LOTR síðustu kvöld og tókst loksins hið gífurlega verk að klára að horfa á það allt saman í fyrradag. Ég er voðalega stolt af mér. Þetta var einn af þessum hlutum sem ég ætlaði alltaf að gera. Eftir að hafa hlegið og grátið með Peter Jackson og félögum, komist að því að Viggo Morthensen sé góður gaur og að maður "messi" ekki í áhættuorkum, ákvað ég að horfa á fyrstu myndina aftur. Núna þegar ég veit alltaf hvernig hlutirnir eru gerðir, hvar ég á að leita eftir tölvugrafík og svona, þá finnst mér þetta ekki alveg eins flott og mér fannst það áður.

Kanínan var í hattinum allan tímann.

Þetta er samt alveg feikifín mynd sko!

Engin ummæli: