23.2.09

Gahnatölvupóstssvindlarar

Váts. Ég fékk Nígeríupóst (reyndar segist pósturinn vera frá Gahna). Það eru nokkur ár síðan ég fékk síðast einn slíkan sendan. Ég var farin að halda að Nígeríutölvupóstssvindlararnir hefðu gleymt mér! Mér er skapi næst að svara með reiðum pósti sem spyr hvar í skrambanum þeir hafa verið og að mér finnist það frekar ömurlegt að þeir hafi bara samband þegar þeim hentar. Ég er líka manneskja með tilfinningar!

Engin ummæli: