23.2.09

Gahnatölvupóstssvindlarar

Váts. Ég fékk Nígeríupóst (reyndar segist pósturinn vera frá Gahna). Það eru nokkur ár síðan ég fékk síðast einn slíkan sendan. Ég var farin að halda að Nígeríutölvupóstssvindlararnir hefðu gleymt mér! Mér er skapi næst að svara með reiðum pósti sem spyr hvar í skrambanum þeir hafa verið og að mér finnist það frekar ömurlegt að þeir hafi bara samband þegar þeim hentar. Ég er líka manneskja með tilfinningar!

19.2.09

Af hverju er ég svona íhringileg?

Það líður liggur við ekki dagur þar sem ég fæ ekki símtal frá einhverju fyrirtæki sem vill véla mig í viðskipti við sig. Oftast fæ ég símtal frá símafyrirtækjum sem vill endilega fá að lækka símreikninginn minn. Tryggingafélög eru líka hrifin af mér. Símanúmerið mitt er líklega svo fallegt.

18.2.09

Hann Terry

Ég vildi óska að það væru til fleiri bækur eftir Terry Pratchett

15.2.09

Invaider Zim

Yay! Eiginmaðurinn er bestur og svo á hann líka alla invaider Zim þættina á dvd. Það er betra en best. Hvað er betra en best? Súkkulaðikaka. Já! Hann er súkkulaðikaka!

10.2.09

Kanínan var í hattinum allan tímann!

Ég er búin að vera að horfa á aukaefnið fyrir LOTR síðustu kvöld og tókst loksins hið gífurlega verk að klára að horfa á það allt saman í fyrradag. Ég er voðalega stolt af mér. Þetta var einn af þessum hlutum sem ég ætlaði alltaf að gera. Eftir að hafa hlegið og grátið með Peter Jackson og félögum, komist að því að Viggo Morthensen sé góður gaur og að maður "messi" ekki í áhættuorkum, ákvað ég að horfa á fyrstu myndina aftur. Núna þegar ég veit alltaf hvernig hlutirnir eru gerðir, hvar ég á að leita eftir tölvugrafík og svona, þá finnst mér þetta ekki alveg eins flott og mér fannst það áður.

Kanínan var í hattinum allan tímann.

Þetta er samt alveg feikifín mynd sko!

7.2.09

Svona gerist þetta!

Jóhanna Guðrún bara orðin fullorðin, hætt að skemma útvarp Latabæ og farin að syngja í Eurovision undankeppninni.