11.1.09

Það var gerð tilraun til þess að drepa mig í dag

Ég fór í átta ára afmæli hjá frænda mínum kl. 13 og fór svo í fimm ára afmæli hjá vini mínum honum Andra Frey kl. 15. Það er stórt afrek fyrir hvern sem er að höndla tvö kökuboð á sama degi. Ég tala nú ekki um ef í seinna kökuboðinu eru veitingar og hvatningar til frekari átu á slíku stigi að hvaða sveita-amma sem er myndi taka af sér svuntuna og viðurkenna ósigur.

Ég þurfti að sitja sem fastast í næstum fjóra tíma til þess að jafna mig og safna kjarki í að troða mér í gegnum hurðina og rúlla mér út í bíl. Mikið var þetta samt gott allt saman!

Engin ummæli: