3.1.09

Vá gott stelpó!

Í gærmorgun var ég syfjuð. Þegar klukkan hringdi, þá fór ég ekki beinustu leið á fætur eins og ég geri venjulega, heldur steinsofnaði ég aftur. Þegar Einar var búinn að tannbursta sig og svona vakti hann mig aftur. Á leiðinni í vinnuna spurði hann mig hvort það hefði verið erfitt að vakna í morgun. "Neits!", sagði ég. "Það var ekkert mál! Ég vaknaði meira að segja tvisvar!".

Ég var meira og minna geispandi í gær. Svo spilaði ég roleplay til næstum því fjögur í morgun eins og bjáni. Í dag er ég búin að vera eins og uppvakningur. Ég ákvað að ég yrði að dekra eitthvað við mig fyrst ég ætti svona bágt, svo ég fór í almennilegt stelpó. Við erum að tala um billjón kerti, slökunartónlist, andlitsskrúbb, líkamsskrúbb, fancy freyðibað sem heldur því fram að það hafi afslappandi áhrif, hármaska sem þarf að skilja eftir í hárinu í a.m.k. korter, andlitsmaska, rakakrem, body lotion, body spray, handáburð og fótáburð. Úff hvað mér líður vel núna. Ég er ennþá frekar sybbin, en ég er svo afslöppuð og mjúk eitthvað allstaðar að það er ekkert smá.

Einu sinni ætlaði ég að hafa svona stelpó einu sinni í viku. Ég er alveg á því að það sé góð hugmynd!

Engin ummæli: