8.1.09

Sjónvarps- og tölvubann

Í þessari viku hef ég sett á mig sjónvarps- og semi tölvubann (má fletta upp á ja.is, skoða vinnutölvupóstinn og athuga opnunartíma á búðum) þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef sinnt áhugamálum og heimilisstörfum af þvílíkum krafti að þau bara vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Eldhússpreyjið situr inni í skáp og grætur og saumavélin er öldungishlessa að fá ekki bara að hvíla sig uppi í drottningaturninum eins og venjulega.

Við afjóluðum pleisið í gær, svona fyrst að jólin eru búin. Svo er ég búin að sauma þrjú skrímsli (eitt með fjórar fætur og eitt með uni-brow. Þau eru geðveikt kúl), líma laufblaðaveggskraut á laaaanga vegginn hjá stiganum og klippa út laufblöð úr svörtum pappír til þess að setja í körfu fyrir neðan laufblaðaveggskrautið, jógast, skrifa matar- og innkaupalista fyrir alla vikuna, skoða helling af matreiðslubókum, lesa fullt, fara í kósíkósíbað og skoða borðstofuborð.

Það er ekki hægt að gera ekki neitt og ef tölva og sjónvarp er ekki inni í myndinni þarf að finna sér... eitthvað. Það er bara nokkuð skemmtilegt skal ég segja ykkur!

Engin ummæli: