15.1.09

Samúðarlasin

Ég er sem sagt ekki lasin. Ég nenni ekkert að standa í svoleiðis veseni. Hins vegar hef ég ekki sofið sérstaklega vel síðustu þrjár nætur þar sem að helmingurinn er á því að það sé ekkert verri tími en hver annar til þess að reyna hósta upp úr sér lungunum. Aumingja lasni Hr. Mon. Af tvennu illu, þá vel ég auðvitað að vera ósofin frekar en lasin OG ósofin. Verst bara að ég dett ofan í svefngalsa og rugl. Bíddu. Sagði ég verst? Nei, það er pottþétt besti parturinn af þessu. Versti er.... að vera syfjuð augljóslega. Vá. Það ætti ekki að leyfa mér að póska í þessu ástandi! Ég þyrfti að bæta við lítilli svefn-athugunar scriptu sem keyrist upp alltaf þegar ég er að setja mig í póskstellingar. Kannski gæti hún komið með random bjánaleg eða barnaleg orð og svo yrði athugað hvort ég færi að hlægja.

Kúkur!

Heh heh.

Engin ummæli: