21.1.09

Oslóartréð - Þegar jólin voru brennd

Hádramatískt ljóð sem ég mátti eiginlega til með að birta.

Það stóð eitt sinn tré hér við torg,
teinrétt og limfagurt vel,
var fraktsent frá Oslóarborg,
forn vottur um vinarþel.

Það var stórt voldugt að sjá,
og ljómaði upplýst um nætur
en það var stór galli þar á,
það vantaði á tréð allar rætur.

Það tré minnir mikið á aðra stoð,
sem mikil var talinn og traust,
sá askur var reifaður sjálfstæðisvoð,
og óx upp eftirlitslaust.

Bankakerfið og Oslóartréð,
enginn hafði á þeim gætur,
þótt stolt þau bæru sitt brum og barr,
báðum á enda þrótturinn þvarr
enda skorti þau bæð' allar rætur.

Trén höfðu ólíkan endi,
en harmi jafnt hlutskipti sitt,
annað þjóðina brenndi,
en þjóðin brenndi hitt.

Engin ummæli: