1.1.09

Í fyrra...

...flutti ég aftur til Íslands
...keyptum við Einar bíl
...byrjaði ég í fyrstu "ekki sumar- eða hlutastarfs vinnunni minni". Vúúhú
...keyptum við kastalann (verðtryggð lán frá Íbúðalánasjóði. Húrra fyrir því að það sé 2.5 milljónum hærra en þegar við tókum það) sem er miklu, miklu, miklu flottari og frábærari en ég ímyndaði mér nokkru sinni að okkar fyrsta íbúð yrði
...eyddum við hellings tíma og vinnu með hellings hjálp frá æðislega fólkinu okkar í að gera kastalann upp
...giftumst ég Einarinum mínum
...héldum við fyrstu jólin okkar saman

Bara prýðilegt ár!

Engin ummæli: