28.6.08

Ég á vélmenni!

Þau eldri og vitrari voru að koma frá Bandaríkjunum. Bandaríkin eru að mörgu leiti svipuð og internetið, nema þar þarf ekki að borga sendingakostnað og svona. Á þriðjudaginn sendi móðir mín mér tölvupóst þar sem að hún sagði mér að þau hefðu keypt gjöf handa mér. Mér finnst að sjálfsögðu eins gaman að fá gjafir og hundum finnst gaman að gelta á póstinn, svo ég varð verulega spennt. Alla vikuna hef ég verið iðandi í skinninu og við það að pissa í buxurnar (lesist: pilsið) af spenningi. Í gær, eftir vinnu, brunuðum við beinustu leið í gamla kastalann til þess að sækja gjöfina. Getiði hvað!! Ég fékk ryksuguvélmenni. Veiii. Það þurfti að vera í hleðslu í 16 klst áður en að það gat hafist handa.. eh.. hjóla og áðan sendum við það af stað í stofuna. Það keyrði um, malaði vinalega og ryksugaði. Mikið er það fínt! Þetta myndi spara rosalega mikinn tíma ef ég myndi ekki elta það út um allt hús full aðdáunar og fylgjast með því ryksuga.

Ég fékk reyndar líka tvær glæsipönnur úr línunni hennar Mörthu Stewart. Ný kynslóð non-stick eldunarvara eða eitthvað á þá leiðina. Ég bjó mér til eggjaköku í hádeginu og svei mér þá ef þetta eru ekki bara bestu pönnur sem ég hef átt.

22.6.08

Stelpukvöld

Í gær vorum við Vala með fyrsta stelpukvöldið okkar vonandi af mörgum. Allavega var planið að hafa þetta 1x í mánuði give or take. Við borðuðum jarðaber dýfð í súkkulaði í forrétt, grillaða nautalund og folaldakjöt með rauðvíni og allskonar fínu meðlæti í aðalrétt og fengum okkur eplapæ og döðlubitaköku og drukkum hvítvín með í eftirrétt (já, ég er svona 15 kg. þyngri í dag en í gær). Svo gerðum við ýmislegt dömulegt eins og að setja á okkur andlitsmaska, gefa okkur handsnyrtingu og horfa á Conan the destroyer (gömul Schwarzenegger mynd þar sem hann lítur út eins og He-Man og lemur mann og annan með sverðinu sínu). Við komumst nefnilega að þeirri niðurstöðu að stelpumyndir höfða ekki mikið til okkar, svo stelpukvöldin eiga að samanstanda af góðum mat, stelpudúlleríi og töffaramynd. Go team us!

19.6.08

Hversu ofboðslega sjúkt?

Talandi um captain planet... Í þessu myndbandi fara The Planeteers aftur í tímann til þess að koma í veg fyrir það að vondafólkið selji Hitler atom sprengju. Einmitt það sem á heima í almennilegri krakkateiknimynd!

Það dansar núna um garðinn og blakar vængjunum.

Mér finnst það svo gaman að eiga verönd og mér finnst svo gaman að eiga gasgrill sem getur verið á veröndinni. Við ætluðum að kaupa það í ofur góða veðrinu sem var á þjóðhátíðardaginn, en það var ekki sent heim til okkar fyrr en seint í gær (skiljanlega). Ég stóð úti áðan og grillaði lambafillet, vegna þess að okkur fannst að fyrsta grillunin ætti að vera velmegunarleg. Það var svo gott að ég hljóp út strax eftir matinn og kyssti grillið á lokið sitt og klóraði því á bakvið gaskútinn.

16.6.08

Einu sinni ég átti..

björn,
ofurlítið hvítan
það var sem mér þótti verst
þegar hann var skotinn í miltað

11.6.08

Ég sló hann!

Beint í grasið. Garðinn sko. Þetta var í fyrsta skipti sem ég slæ minn eigin garð. Það var eiginlega komið svo að við vorum orðin hrædd um að hann yrði fyrri til og slægi okkur fyrst. Það eða apar, blóðsugur og önnur regnskógardýr myndu flytja inn. Allavegana þá unnum við. Ég þurfti að fara tvær umferðir yfir hann og afraksturinn er tveggja svarta ruslapokavirði af grasi, stráum og sóleyjum.

Ha-HA! Ég er viss um að hann hugsar sig tvisvar um áður en hann lætur sér vaxa svona mikið gras aftur. Skrambans hippi!

5.6.08

Here's looking at jew!

Ég, fyrir nokkrum mínútum: Ég er ekki búin að fletta því upp, en ég er alveg VISS um að það sé til síða sem heitir jewtube.

Ég, núna: Mmmhm. Internetið bregst mér ekki frekar en fyrri daginn.

Sjálfsmynd?

Ég veit að þetta er annað póskið í röð með youtube myndbandi, en þetta var of sætt til þess að sleppa því..

4.6.08

Improv everywhere

Heeey, ég hef bara séð heimasíðuna þeirra fram að þessu. Hérna eru tvö myndbönd með Improv everywhere. Það eru til fleirri!

Frozen Grand Central


Food Court Musical