28.1.08

Bílabakarí

Á laugardaginn keyptum við bíl. Með peningum. Við sem sagt skuldum ekki bíl, en almennt virðist fólk ekki gera ráð fyrir öðru en að allir vilji ekkert frekar en að taka tvöfalt heljarstökk ofan í bílalánasúpu í óstöðugu hagkerfi.

Í dag skellti ég mér út í N1. Sko, ekki bensínstöðina, heldur þetta sem hét einu sinni Bílanaust. Frekar spes, því að þegar ég jáaði þetta fékk ég gabilljónþúsund og tvö hit vegna þess að búðin heitir það sama og allar bensínstöðvarnar. Já. Ég meina.. N1. Þar keypti ég allskonar bílastöff og þegar ég var á leiðinni út tók ég að það er hlussustórt bakarí við útganginn. Hversu langt erum við leidd þegar við þurfum að kaupa nammi við kassann á meðan við borgum fyrir vörurnar og svo snúð áður en við förum út á bílastæði?

23.1.08

Kisi

Það býr einhverfur köttur í hverfinu mínu. Jæja okay, ég segi nú ekki að hann sé einhverfur, en hann er allavegana verulega vanafastur. Á hverju kvöldi, á sama tíma marserar hann í gegnum hallargarðinn við dræmar undirtektir foreldranna, sem eru miklir fuglavinir og bjóða upp á frítt fæði og gistingu fyrir þá. Marserandi grár köttur eykur víst ekki á matarlist neins nema marserandi kattarins sjálfs. Aaaallavegana. Kisi fer alltaf sömu leiðina í gegnum garðinn. Um helgina var byggt myndarlegt snjóhús upp við vegginn á bílskúrnum og akkúrat í gangveginn hjá mjása. Ég sá köttinn á fyrsta rúntinum sínum eftir að snjóhúsið spratt upp eins og túlípani. Þegar hann kom að því settist hann niður fyrir framan það í lengri tíma.. spígsporaði svo fram og til baka og á endanum hljóp hann, hraðar en byssukúla sömu leið og hann hafði komið aftur. Spurning um hvort hann láti sjá sig aftur við leysingarnar.

17.1.08

Kvikyndisskapur minn virðist ekki ætla að hafa tilætlaðan árangur

Ísland - Svíþjóð í sjónvarpinu. Ég er búin að vera að segja "ááááfram Svíþjóð" bæði upphátt og á msn, en enginn virðist vera að pirra sig almennilega á þessu. Ég kann ekki alveg við það! Fólk gæti allavega látið eins og þetta böggaði það svona fyrst að ég er að gera þetta á annað borð sko. Er það ekki lágmarks kurteisi? Híhíh

16.1.08

Fyrsta?

Ég var að klára að lesa Stardust eftir Neil Gaiman. Ókay, ókay.. Þið náðuð mér! Ég var að klára að HLUSTA á Stardust. Ég virðist nefnilega hafa misst alla burði til þess að lesa eftir að ég uppgvötvaði hljóðbækur. Eh. Allavegana. Það kom mér verulega að óvart að bókin var allt öðruvísi en myndin OG mér fannst myndin miklu skemmtilegri. Venjulega virkar þetta þver öfugt.

Íslenskt sjónvarp á morgnanna

..er hannað fyrir kjánahrolla. Vörutorg.. 10 mínútna líkamsrækt... Úff.. ég meika þetta ekki. Eftir að maðurinn sagði mér að það hafi verið leyndur draumur minn síðan ég var smábarn að eiga candy floss vél ákvað ég að slökkva og fara að gera eitthvað uppbyggilegt.

15.1.08

So it begins

Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá Einari sínum. Fyrsta skrefið í átt að Dr. Einar. Spennó.. spennó. Ætli þeir byrji ekki á undirstöðu atriðunum, eins og hvernig minions eru í boði og hvernig evil lair hentar best.

12.1.08

Bæjó spæjó Danmörk

Það af dótinu okkar sem fór ekki í kassa er núna komið ofan í tösku. Það er pínu sorglegt að kveðja Lyngby þó það sé æði að vera að flytja heim. Í tilefni síðustu kvöldmáltíðarinnar hérna skelltum við okkur á japanska staðinn sem er rétt hjá. Ég fékk mér æðislegt sushi og Einar fékk sér rosalega jömmí nautakjötsrétt. Svo er það bara heim á morgun. Skrítið að vera að flytja heim en ekki bara koma í nokkra daga :o)

8.1.08

Brilliant!

Ef ég stofna einhvern tímann fluttningafyrirtæki ætla ég að gera alveg eins og fólkið sem við hringdum í. Rukka fyrir min. 2 klst og koma 2 klst of seint. Við vorum búin að dröslast með allt dótið okkar út á götu og þegar skrambinn mætti loksins tók 5-10 mín að skutla því inn í bíl.

Ég lagði til við Einar að hann myndi fá fluttningamanninn til þess að snattast með sig í búð og svona til að eyða upp þessum tveimur tímum eftir að þeir hefðu skutlast með þetta niður í Samskip.

Annað get ég sagt ykkur; Ef ég myndi flytja einu sinni í viku, þá væri ég sko með buns of steel.

Helvítis fluttningamenn

Sko, ég veit að það er erfitt að segja til um svona, en fluttningamaðurinn ætlaði að koma á milli eitt og tvö, en hringja hálftíma á undan sér. Klukkan er orðin tvö núna og það bólar ekkert á kalli né símtali. Urrrr. Samskip sem ætlar að flytja dótið okkar lokar klukkan fjögur, svo þetta lítur ekki vel út.

Ofan á allt saman leiðist mér _________________ svona mikið, vegna þess að ég ætlaði að spara orkuna í að halda á 30 kössum frá þriðju hæð og í gegnum allan garðinn og út í bílinn. Einar sinn var að hringja í þetta ljóta fólk rétt í þessu og maðurinn sagðist ætla að koma eftir 45 mín. Það verður einhver fanatískur *bíppbípp* hlaupagauks fluttningur að fara fram þegar helvítið lætur loksins sjá sig.

5.1.08

Danmörkin, í síðasta sinn í einhvern tíma!

Við erum úti í Danmörku aftur. Hér er kalt. Svo kalt að ég er viss um að aumingjans víkingar sem kunna að hafa rambað inn í tímagloppu eru vissir um að þeir hafi endað í Hel. Svo er líka rosalega hált úti. Hált sem ... skautasvell. Hef aldrei prófað að ganga á álum svo ég hef ekki samanburðinn. Skautasvell eru hinsvegar voðalega hál. Ég hef prufað að ganga á þeim. Og skauta.

Já. Allavegana. Við erum að pakka í kassa. Komin með fleirri kassa en hluti held ég bara. Við vorum pottþétt á því að við ættum ekkert mikið af dóti, en skauta dönsuðum (eins og Brian Boitano) út í búð að kaupa fleiri pappakassa þegar við sáum að bara bækurnar okkar fylltu 5 kassa. 5 kassa á 2 og hálfu ári? Hvað er málið!? Rosalega hljótum við að vera víðlesin.

Icelandair lofuðu mér að "Stardust" yrði sýnd á leiðinni hingað og ég var glöð í smá stund, þrátt fyrir öskrandi hóp smákrakka sem tóku vaktaskipti á garginu alla leiðina. Svo setti fyrsta freyjan bara hádramatísku og leiðinlegu myndina "Mother" í tækið. Þá varð ég leið. Flugleið. Finnst það ætti að banna svona. Heppin ég að vera að hlusta á Anne Rice í ibbanum, annars hefði ég endað á því að stinga úr einhverjum augun með brýnda beikoninu sem ég var með í vasanum.

3.1.08

Um beikon

Fyrir mér á beikon að vera svo vel steikt að það sé hægt að nota það annað hvort sem barefli eða stunguvopn. Ekki það að það EIGI, bara að möguleikinn sé fyrir hendi. Ef þú heldur beikonlengjunni út, á hún ekki að limpast niður eins og kjúklingaskinga, heldur standa stolt og stökk!

That is all.