3.12.08

Tveir og hálfur tími well spent

Fólkið sem bjó á undan okkur í kastalanum... eða fólkið sem bjó á undan fólkinu sem bjó á undan okkur í kastalanum, ákvað að það væri góð hugmynd að setja einhverjar svaka filmur á eldhúsgluggann. Í kvöld sat ég uppi á borði og skóf þessa hroðalegu filmu stanslaust í tvo og hálfan tíma, með gluggasköfu. Ég er búin með eina rúðuna af þremur. Mér finnst eiginlega að ég ætti að senda einhverjum reikning fyrir útskulduðum tíma.

Hugsið um þetta, kæra fólk, áður en þið filmið gluggana ykkar; Það tekur kannski 15 mínútur að skutla þessu upp, en það tekur heilan helvítis vinnudag að ná þessu af aftur!

Engin ummæli: