28.12.08

Nýtt dót er æðislegt!

Það er alveg ofboðslega gaman að geta orðið spennt yfir litlum hlutum. Á meðan ég skrifa þessi orð er ég alveg geypilega spennt yfir því að ég er að vígja nýja leirpottinn sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba. Mig hefur langað í svona pott í þvílíkt langan tíma. Í svona áhaldi er hægt að hægelda kjöt þangað til að það verður svo mjúkt að það má borða það með skeið. Ekki það að ég mæli með því að fólk borði kjöt með skeið. Það er bara eitthvað rangt við það. Eins og að borða þykka súpu með gafli eða eitthvað. Svoleiðis gerir kona bara ekki!

Ég er að búa til nýja tegund af bjórpottrétt í honum, en þar sem að við áttum svo mikið af malti ákvað ég að nota svoleiðis í staðinn. Maltpottréttur. Jólalegt!

Engin ummæli: