20.12.08

Jólaeitthvað

Það er ennþá að snjóa. Það á að snjóa alveg þangað til að það fara að koma jól. Þá fer að rigna. Ósanngjarnt! Þetta eru fyrstu jólin sem við Einar höldum bara tvö. Hingað til höfum við skipt liði og ég verið heima hjá foreldrunum og hann hjá tengdó. Þetta árið ákváðum við að jólast bara tvö, fyrst við erum gift (heyrðu nei.. við erum víst ekkert gift. Við erum hjón. Konur giftast og menn kvænast, því að það er alltaf gott að hafa eitthvað almennilega karlrembað í orðhefðum. Einar talaði um kvæningahringinn sinn. Mér fannst það fyndið) og svona. Jól að hætti Hr. Mon og Frú Bænarí. Okkur hefur tekist að sameina jólamatinn okkar alveg ágætlega. Þetta árið hins vegar mun ég gera tvær týpur af sósum og svo verður haldin leynileg kosning um hvor mun verða official Mon-Bænarí jólasósan.

Í gær fékk ég afmælisgjöfina mína frá Skýrr. Hún er ekkert smá flott. Ég held ég hafi aldrei séð svona stóra körfu áður. Karfan var alveg stútfull af allskonar velmegunarmat og sumum sem ég kann ekkert að borða. Allur maturinn á það sameiginlegt að vera eitthvað sem ég hef aldrei keypt sjálf. Geðveikt spennó. Svo var líka einn pakki. Kvennlegt innsægi mitt segir að þetta sé bók. Úff hvað mér finnst gaman að fá gjafir.

Engin ummæli: