25.12.08

Gleðileg jól!!

Æi hvað jólin eru skemmtileg :o) Það gekk bara voða vel að búa til jólamatinn. Núna get ég líka komin í jólamatstilbúaraklíkuna og get horft niður á alla sem hafa ekki gert sinn eigin jólamat. Ég er ennþá södd síðan í gær, en ég er samt að borða nammi, af því að jólin eru þannig. Giftingahringurinn er orðinn talsvert þrengri en í gær morgun, út af vökvasöfnun.

Hey! Ég á tvo skvassspaða! Ég fékk einn frá mömmu og pabba og annan frá Einari sínum. Það ganga allir út frá að ég vilji skila öðrum, en ég er að spá að nota bara báða í einu. Það getur ekki annað verið en ég fari að vinna Einar í skvassi ef ég er með spaða í hvorri hönd.

Engin ummæli: