11.12.08

Alveg snarklikkað súkkulaði

Allavega upp á enskuna. Það er nefnilega bæði fruity og nutty. Ég er að vera hroðalega mikill prakkari og borða súkkulaði svona þegar það er ekkert helgi. Þetta er kreppusúkkulaði sem ég keypti af syni manns í vinnunni hjá mér, en hann er að safna sér fyrir handboltaferð. Það er gaman að það séu ennþá handboltaferðir. Og súkkulaði. Þó þau séu með hnetum.

Engin ummæli: