8.12.08

Af hverju þarf svona mörg ljós?

Það eru ekkert smá mörg ljós sem þarf í eitt hús. Of mörg ef þið spyrjið mig. Kannski mátulega mörg ef þið spyrjið mig eftir ár. Ég er búin að vera að setja ný ljós upp í kastalanum. Er komin með fjögur, plús að hafa endurvírða eitt "gamalt" ljós sem hefur aldrei virkað rétt. Það eru sex ljós eftir. Fjögur uppi og tvö í stiganum.

Ég er þreytt í handleggjunum. Þeir eru sko ekki vanir því að vera teygðir hátt upp fyrir haus með 50 kg (okay.. ekki 50 kg.. en næstum því) borvél í höndunum. Spurning um að hætta bara við og hafa vasaljós út um allt hús. Ég er viss um að innlit útlit fólkið myndi éta það upp með skeið og þurka á sér munninn með auglýsingatekjuávísun frá vasaljósafyrirtæki.

Engin ummæli: