9.11.08

Skrítið

Það er mjög skrítið að lenda á þannig stað í lífinu að sumir eru að óska mér til hamingju á meðan að aðrir eru að samhryggjast mér.

Það er svo skrítið að einhver sem hefur alltaf verið til staðar, síðan áður en þú fæddist og áður en foreldrar þínir fæddust, sé farinn. Sérstaklega þegar þetta gerist svona allt í einu. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Núna er ég bara sorgmædd.

Engin ummæli: