3.11.08

Kökutoppur. Eða eitthvað svoleiðis

Við erum búin að snarast út um allan bæ að leita að brúðhjónastyttu ofan á kökur, sem er drottningu sæmandi. Okay, ekki einu sinni drottningu. Ég myndi sætta mig við eitthvað sem er eitthvað meira en hjólhýsabúa sæmandi núna. Ég held að við séum búin að fara í allar búðir og bakarí sem eru til á öllu Íslandinu. Meira að segja hann Jói Fel, sem ég hefði veðjað á að ætti í það minnsta snobbaða kökutoppa átti bara eitthvað rosalega cheesy. Við erum að tala um comic fígúrur, þar sem brúðurin var með stærri brjóst en strandvörður og botox í vörunum, og brúðguminn náði henni upp að hnjám og var feitur.

Í einu bakaríinu sem við fórum í voru bara til kökutoppar með 20 cm háum Mikka og Mínu mús, dubbuðum upp í brúðarskrúða. Einmitt það sem ég vil! Rottur á kökunni minni. Hin, sem voru á annað borð með eitthvað í þessa áttina voru með Jóa Fel sílíkonið, eitthvað úr plasti eða eitthvað frá föndurstund á leikskóla.

Í föndurbúðinni Föndru hittum við fyrir alveg hreint rosalega yndæla afgreiðslumær sem vildi allt fyrir okkur gera. Hún þóttist viss um að hún ætti ekkert sjálf, en taldi upp búðir sem væru líklegar til árangurs. Við vorum búin að fara í þær allar. ALLAR! Okkur að kenna að vera að gifta okkur í nóvember eins og... eins og.. tja enginn annar greinilega. Okkur tókst þó að grafa upp brúðhjónastyttu þar sem innihélt hvorki sílíkon, bótox eða rottur og keyptum hana til vara.

Af hverju var ég ekki búin að tala við internetið áður?

Engin ummæli: