24.11.08

Ég heiti Ósk og ég á ekki moggablogg

Hvorki "alvöru", blogg aðeins til þess að kommenta, né gervimanneskju með öfgakendar og vitlausar skoðanir blogg til þess að gera aðra brjálaða. Mér finnst þau reyndar lúmskt fyndin, því að það er ansi mikið af venjulegu fólki með öfgakendar og vitlausar skoðanir til þarna fyrir svo að stundum sér kona það alveg vera að pissa í buxurnar af reiði á kommentunum við bullbloggin. Reyndar, þegar ég fer að spá í því, þá gæti það vel verið að meiri hlutinn af þessum bloggum sé í raun bullblogg og allir bullbloggararnir séu að grilla í hvorum öðrum, hlægjandi í sínu horni yfir því hvað þeir eru að æsa hinn aðilann upp. Það gerir þetta eiginlega bara miklu fyndnara.

Ég held líka svolítið upp á síðu-hit fíklana sem skrifa eitthvað bjánalegt við hverja frétt til þess að fá fleiri heimsóknir. Þeir minna mig nefnilega pínulítið á litla krakka í fullorðinsboði og mér finnst litlir krakkar alltaf svo skemmtilegir. Okay.. ekki alltaf. Oftast.

Engin ummæli: