5.11.08

Ég er syfjuð og ég er með liðað hár

Ég er svo sybbin að ég gæti sofnað standandi á tónleikum með megadeth. Ég ætla samt ekki að sofna. Ég er ekki gerð fyrir það að leggja mig. Þegar ég vakna aftur er ég ennþá syfjaðari en áður, nema grumpy eins og litlu börnin og svo get ég ekki sofnað um kvöldið.

Ég fór í prufu greiðslu og prufu förðun áðan. Ég er ennþá með liðað hár eftir þetta, en ég greiddi úr mér einhverja túberingu. Ég sat áðan í stólnum hjá förðunardömunni og horfði á mig í speglinum með einu máluðu auga og einu án málningar.. og með hárið greitt og spreyjað, svo það sást í ræturnar sem á að laga á mánudaginn. Á því augnabliki gerði ég mér grein fyrir því að það fer í alvörunni bara að bresta á með brúðkaupi.

Við erum meira að segja búin að raða fólki niður á borð. Ég trúði ekki þeim sem sögðu mér að það væri meira en að segja það. Svo kom í ljós að það er í alvörunni bölvað maus að ákveða hverjir eiga að sitja saman. Ég ætla að segja ykkur það núna, svo þið getið ákveðið að trúa mér ekki.

Engin ummæli: